Þegar þú bókar bás færðu sendan aðgang inn á innri síðuna okkar, "Extraloppan Mín". Þar skráir þú inn verð og lýsingu á þeim vörum sem þú hyggst selja í Extraloppunni. Við komu í verslunina verða verðmiðar með strikamerkjum klárir til afhendingar eftir prentun. Einnig er hægt að greiða fyrir tiltekt í básum við komu í verslun. Nánari upplýsingar má finna í skilmálum okkar.
2. Komdu vörunum þínum fyrir í básnum
Við komu í Extraloppuna verða þér útvegaðir verðmiðar og herðatré. Einnig eru þjófavarnir í boði og stærðarmerkingar í mismunandi litum sem settar eru á básnn til að stærðarmerkja, en það er að sjálfsögðu valkvætt. Við mælum einnig með að nota pappírsmerkimiða sem eru festir í fatnaðinn í stað þess að líma beint á flíkina, það eru 30 merkimiðar innifaldir í leiguverðinu. Þú kemur vörunum fyrir, og við mælum með að taka mynd af básnum til þess að deila á samfélagsmiðlum og auglýsa þannig básinn þinn.
3. Við sjáum alfarið um söluna
Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og seljum vörurnar þínar fyrir þig. Þú getur ávallt fylgst með sölunni þinni frá degi til dags í gegnum "Extraloppan Mín", en við ráðleggjum þó að kíkja við á meðan á leigutíma stendur til að halda básnum snyrtilegum og/eða fylla á hann.
4. Við greiðum þér út söluhagnaðinn
Söluhagnaðurinn er greiddur út með millifærslu en reikningsnúmer og kennitala er skráð inn á þitt svæði þegar þú óskar eftir greiðslu, hvort sem það er á miðju tímabili eða í lokin. Millifærslur eru yfirleitt framkvæmdar samdægurs eða daginn eftir en við gefum okkur allt að 3 virka sólarhringa til að greiða út söluhagnaðinn frá því greiðslu er óskað. Þóknun er 18% af heildarsölu.